Foreldranámskeið Tengjumst í leik

Oddeyrarskóli býður foreldrum barna í 1.-5. bekk að taka þátt í einstöku námskeiði. Námskeiðið er á vegum Föruneyti barna hjá Miðstöð menntunar og
skólaþjónustu og Oddeyrarskóla. Námkeiðið heitir Tengjumst í leik (e. Invest in play). Leiðbeinendur eru Linda Rós Rögnvaldsdóttir verkefnastjóri og Margrét Th.
Aðalgeirsdóttir deildarstjóri. Markmiðið með námskeiðinu er að styrkja tengslin milli
foreldra og barna og skapa meira jafnvægi og gleði á heimilinu.

Námskeiðið hefst 26. janúar.

Síðast uppfært 05.01 2026