Við skólann starfar öflugt foreldrafélag sem styður við skólann á margvíslegan hátt. Á dögunum fékk skólinn nýjan prentara að gjöf en hægt er að teikna með honum og skera út í efni og filmu. Foreldrafélagið gefur einnig pressu sem notuð er til að þrykkja á tau, t.d. myndir á boli eða töskur sem búið er að prenta í nýja prentaranum.
Foreldrafélagið hefur einnig gefið mannbrodda til notkunar á skólatíma fyrir nemendur og nú var verið að bæta við fleiri mannbroddum. Yngri kynslóðin hefur verið dugleg að nota mannbroddana í hálkunni en þeir eru til afnota í frímínútum óski nemendur eftir því.
Þá má geta þess að félagið hefur gefið bókasafni skólans ákveðna peningaupphæð til að bæta við bókakost skólans.
Það er ómetanlegt fyrir skólasamfélagið að hafa þennan bakjarl til að styðja við og augða starfið okkar og færum við foreldrafélaginu okkar bestu þakkir.
Síðast uppfært 19.03 2020