Foreldrafélag skólans kom færandi hendi í vikunni með veglega bókagjöf en þar voru um 30 bókatitlar og eitthvað sem hentar öllum aldurshópum. Þá gaf foreldrafélagið tíu skákklukkur og poolborð sem staðsett verður í Stapa þannig að unglingar hafa aðgang að því í frímínútum. Það er kærkomin viðbót við afþreyingarefni í símafríi á unglingastigi.

Síðast uppfært 26.09 2024