Þessa vikuna er góðverkavika í Oddeyrarskóla og eru nemendur mjög duglegir að vinna ýmiskonar góðverk. Nemendur í 10. bekk fóru um hverfið og sópuðu stéttir íbúanna, nemendur á miðstigi fóru í fyrirtæki á svæðinu og færðu starfsfólkinu nýbakaða snúða sem krakkarnir í 9. bekk höfðu bakað. 9. bekkurinn fór á Hlíð og spilaði við vistmennina. Nemendur og starfsfólk skólans eru jafnframt að prjóna húfur o.fl. til að geta gefið til Rauða krossins.
Síðast uppfært 17.03 2016