Nemendaráð Oddeyrarskóla stóð fyrir hæfileikakeppni fyrir alla nemendur skólans síðastliðinn föstudag, 6. desember.
Margir tóku þátt og komu keppendur frá 1. – 10. bekk. Atriðin voru eins og gefur að skilja af ýmsum toga, t.d. fengum við að njóta söngs, fimleika, brandara, tónlistarflutnings, töfrabragða og fleiri skemmtilegra atriða.
Sigurvegarar keppninnar að þessu sinni voru Örn Sigurvinsson í 2. bekk sem sýndi töfrabrögð og Ólöf Inga Birgisdóttir 10. bekk sem var með uppistand. Við óskum þeim innilega til hamingju með flotta frammistöðu!
Við áttum frábæra samverustund í sal skólans og þökkum nemendaráðinu og öllum keppendum og áhorfendum fyrir sitt framlag.
Vonandi er þessi hæfileikakeppni komin til að vera því nemendur Oddeyrarskóla hafa svo sannarlega ýmislegt fram að færa. Myndir frá hæfileikakeppninni eru komnar á myndasíðu skólans.
Síðast uppfært 09.12 2013