Í tilefni heilsuvika hafa nemendur á unglingastigi verið að vinna verkefni tengdum heilsu í þematímum. Nemendur unnu í hópum og útbjuggu fræðslu fyrir yngri nemendur skólans og höfðu bæði yngri og eldri nemendur gagn og gaman af.
Í tilefni af heilsuvikunni var boðið upp á auka íþróttatíma fyrir öll stig í íþróttasalnum undir stjórn Baldurs íþróttakennara. Að lokum var svo keppni í anda skólahreystiskeppninnar en minni í sniðum. Þar kepptu fulltrúar allra árganga á unglingastigi og starfsmenn í boðhlaupi en allir nemendur skólans komu og horfðu á og hvöttu sín lið. Að lokum var svo tilkynnt um úrslit í störnuleiknum en vinningshafar fara með fulltrúum úr SMT teymi og gera sér glaðan dag hluta úr skóladegi í vikunni á eftir.
Síðast uppfært 13.03 2024