Undanfarnir dagar hafa einkennst af ýmsum jólahefðum sem við í Oddeyrarskóla höfum haldið við í fjölmörg ár. Þessar jólahefðir kalla á góða samvinnu nemenda og starfsfólks sem okkur finnst svo dýrmæt. Þann 1. desember spilum við félagsvist í íþróttasal skólans og svo annaðist 9. bekkurinn kaffihús í boði foreldrafélagsins. Að sjálfsögðu skárum við og steiktum laufabrauð þann sama dag og Hrafnhildur og Marta buðu upp á fínan jólamat. Það er um að gera að njóta aðventunnar, hvort sem er heima eða í skóla.
Síðast uppfært 18.12 2017