Jólamatur 16. desember

slaufa Þriðjudaginn 16. desember verður jólamatur hér í Oddeyrarskóla. Þann dag stendur öllum til boða að kaupa jólamáltíðina, hvort sem þeir eru skráðir í mataráskrift eða ekki. Þeir sem eru ekki skráðir í mat þurfa að láta vita hvort þeir þiggi þetta boð og greiða fyrir 1. desember kr. 500.-  og má greiða hjá ritara eða stjórnendum.

Boðið verður upp á reykt svínakjöt, brúnaðar kartöflur og annað gott meðlæti.

Um morguninn sama dag munu nemendur skera út og steikja laufabrauð sem þeir geta borðað með matnum.

 

Síðast uppfært 20.11 2014