Nú er farið að styttast í lok þessa skólaárs og í næstu viku verður ýmislegt uppbrot í gangi. Óþarfi er að mæta með skóladót þessa daga en það þarf gott nesti og föt sem henta veðri. Veðurspá er því miður það slæm að við þurfum að draga úr fyrirhugaðri útiveru en breytt dagskrá flyst þess í stað inn í skóla. Dagskráin er eftirfarandi:
3. júní vordagur – UNICEF áheitahlaup – Hér er slóð til að leggja inn styrk og að því loknu stuttar ferðir innanbæjar eða uppbrot inni í skóla. Skólalok skv. stundaskrá.
4. júní vordagur – stuttar ferðir innanbæjar og/eða uppbrot inni í skóla. Skólalok skv. stundaskrá.
5. júní Oddóleikar – leikir og þrautir á skólalóðinni eða inni eftir aðstæðum. Koma með handklæði og aukaföt ef það viðrar til útiveru. Skóla lýkur um hádegi hjá nemendum.
6. maí skólaslit, mæting á sal skólans.
- kl. 9.00 hjá 1. – 7. bekk,
- kl. 14:30 hjá 8. – 10. bekk. Á eftir er kaffi og meðlæti í boði skólans fyrir nemendur og nánustu aðstandendur útskriftarnemenda í 10. bekk
Skóli verður settur aftur fimmtudaginn 22. ágúst kl. 9:00 en þá mæta allir nemendur nema þeir sem fara í 1. bekk.
Síðast uppfært 03.06 2024