Í morgun fengu nemendur skólans óvænta en ánægjulega heimsókn þegar tveir lögregluþjónar birtust fyrir klukkan átta. Þeir fóru í gönguferð um skólann og heilsuðu upp á nemendur sem mættir voru og gáfu sig á tal við þá. Forvitni nemenda var vakin og margir höfðu áhuga á að spyrja ýmissa spurninga og löggan var mjög svo til í spjall við nemendur. Margir veltu fyrir sér tilefni og af hverju þeir væru inni í skólanum og hvort einhverjir hefðu gert eitthvað af sér en sú var nú ekki raunin. Heimsóknin var bara á jákvæðum nótum og fyrst og fremst að sýna sig og sjá aðra. Þeir eru búnir að fara í einhverja skóla í bænum og stefnan að fara í fleiri. Lögreglan fer alltaf hring á bíl í nágrenni grunnskóla á morgnana en þetta var skemmtileg viðbót og tilbreyting og vonandi eitthvað sem hægt er að gera oftar.
Síðast uppfært 25.09 2024