Í ár eru 80 ár liðin frá stofnun íslenska lýðveldisins. Af því tilefni hafa fulltrúar Alþingis heimsótt skóla á landsbyggðinni undir merkjum Lýðræðislestarinnar og sett upp hlutverkaleikinn Skólaþing fyrir nemendur í 10. bekk.
Nemendur í 10. bekk Oddeyrarskóla fengu í morgun heimsókn og settu sig í spor þingmanna og tóku afstöðu til lagafrumvarps um herskyldu.
Eftir þingfundi og breytingartillögur var samþykkt með minnsta mögulega mun 11 á móti tíu að stofna her sem fólk gæti sótt um að að vera í og fengi greitt fyrir en að ekki væri skylda að ganga í.
Umræður á milli nemenda hélt áfram fram eftir degi og augljóst að allir höfðu bæði gagn og gaman af.


Síðast uppfært 30.09 2024