Opið hús fyrir foreldra/forráðamenn verðandi 1. bekkinga

Oddeyrarskóli býður foreldrum og forráðamönnum væntanlegra fyrstu bekkinga að koma í heimsókn miðvikudaginn 26. febrúar milli klukkan 12:00 og 13:00. Þetta er kjörið tækifæri til að kynna sér skólann og fá innsýn í starfið sem fram fer innan veggja hans.

Við segjum frá skólastarfinu og sýnum skólahúsnæðið. Við hvetjum alla foreldra og forráðamenn verðandi fyrstu bekkinga til að nýta þetta tækifæri og koma í heimsókn. Vinsamlegast notið starfsmannainngang við Grenivelli. 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Síðast uppfært 25.02 2025