Skólahreysti Oddeyrarskóla var haldin í dag í íþróttasal skólans. Keppnin tókst afar vel og var mikið fjör. Þátttakendur voru nemendur á unglingastigi. Hjá stelpunum voru það Ágústa Jenný 8.b. sem var hlutskörpust í hraðabrautinni og Birta 8.b. í armbeygjum og hreystigreip. Þær munu taka þátt í æfingum fyrir Skólahreysti ásamt varamanni sem verður Tara 10.b.
Hjá strákunum voru valdir til æfinga 4 strákar sem voru mjög jafnir, þeir Don og Egill í 9.b. og Alexander Ívan í 10.b. í hraðabraut. Alexander Ívan og Hrannar 10.b. voru hlutskarpastir í dýfingum/upphýfingum.
Síðar verður ákveðið hverjir af þessum nemendum munu keppa fyrir hönd Oddeyrarskóla í lokakeppninni sem haldin verður í mars. Til hamingju krakkar!
Myndir eru væntanlegar á myndasíðu skólans.
Síðast uppfært 07.02 2014