Dagur stærðfræðinnar

Í dag 7. febrúar er Dagur stærðfræðinnar. Markmið með deginum er tvíþætt; að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu og einnig að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjái hana í víðara samhengi. Af þessu tilefni tóku allir á yngsta stiginu þátt í skemmtilegum stærðfræðiverkefnum í ýmsum myndum, fóru m.a. í bingó, Yatzy, spiluðu alls kyns spil og fleira. Myndir frá deginum má sjá á myndasíðu skólans.IMG_4859 IMG_4855

Síðast uppfært 07.02 2014