Dagana 27. og 28. mars eru smiðjudagar hjá okkur hér í Oddeyrarskóla og er þema þessa árs ýmiss konar tónlist. Öll stig voru því með tónlistartengd verkefni í allan dag og nemendum blandað milli bekkja.
Krakkarnir á yngsta stigi fóru á mismunandi stöðvar þar sem þau m.a. bjuggu til hljóðfæri, fóru í leiki og spurningakeppni.
Á miðstigi byrjuðu krakkarnir fimmtudaginn á því að fara í Hof þar sem þau fengu góða kynningu á húsinu og fóru síðan í dans og jóga í íþróttasal Oddeyrarskóla. Í lok dagsins fóru þau í stuttan tónlistarratleik.
Unglingarnir eru búnir að vinna að því að gera lag sem kallað er cup song, þar sem stór hópur nemenda slær takt með glösum og klappi og aðrir nemendur spila og syngja tónlist.
Þessa daga er starfandi fjölmiðlahópur við skólann sem fylgist með, myndar og semur fréttir. Þessi frétt er m.a. úr þeirra smiðju.
Fleiri myndir eru væntanlegar á heimasíðu skólans.
Síðast uppfært 28.03 2014