Í síðustu viku var söngsalur í Oddeyrarskóla þar sem allir nemendur komu saman inni í íþróttasal. Í upphafi var veitt viðurkenning fyrir „Göngum í skólann“ en það var 2. bekkur sem stóð sig hlutfallslega best og fékk viðurkenningarskjal frá heilsueflingarnefnd. Þá var veitt viðurkenning á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi fyrir Skólahlaup ÍSÍ.
Á þessari söngstund voru sungin óskalög nemenda en nemendur í öllum árgöngum máttu velja sér eitt lag og texti var birtur á skjá. Þetta var skemmtilegt uppbrot í samstarfi við Tónlistaskólann en við reiknum með að hafa fjóra söngsali á skólaárinu.



Síðast uppfært 16.10 2024