Fyrir nokkru síðan heimsótti Stekkjastaur nemendur í 1. og 2. bekk og komust þeir þá að því að hann skorti færni í lestri og ritun. Þau buðu honum að heimsækja sig aftur svo þau gætu þá kennt honum að lesa og skrifa.
Á dögunum mætti Sveinki aftur með forláta skólatösku á bakinu og eins og sjá má á myndasíðu skólans brugðust krakkarnir honum ekki, heldur aðstoðuðu þeir hann við að læra að lesa, skrifa og reikna.
Heimsókn Stekkjastaurs vakti afar mikla kátínu hjá nemendum og starfsfólki!
Síðast uppfært 18.12 2014