Í morgun kom Þorgrímur Þráinsson rithöfundur í heimsókn til nemenda í 10. bekk með fyrirlestur sem hann kallar Láttu drauminn rætast. Fyrirlesturinn er hvatning til nemenda um að bera ábyrgð á eigin lífi, sýna samkennd, bera virðingu fyrir öllum og hafa hugrekki til að fylgja hjartanu. Á morgun miðvikudag 22.jan. bjóða foreldrafélög skólanna í bænum, foreldrum nemenda í 10.bekk á fund með Þorgrími. Fundurinn verður í sal Brekkuskóla kl. 20:00.
Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókninni í morgun.
Síðast uppfært 21.01 2014