Frábær árshátíð afstaðin

8. bekkur nr410.bekkur nr7Árshátíð 2014nr22 Árshátíð 2014nr58

Um síðustu helgi var haldin árshátíð hér í Oddeyrarskóla. Alllir bekkir sýndu atriði og stóðu þeir sig frábærlega.

Sýnd voru fjölbreytt atriði, m.a. úr ýmsum sögum og ævintýrum. Góðlátlegt grín var gert að starfsmönnum skólans, nemendur sýndu listir sínar í íþróttum, stiklað var á stóru um vinsælustu hljómsveitir sögunnar og síðast en ekki síst var sýnd uppfærsla nemenda í 10. bekk á atriðum úr Dýrunum í Hálsaskógi. Foreldrafélag skólans styður einstaklega vel við árshátíðina m.a. með því að útvega leikstjóra fyrir 10. bekk og síðan stendur félagið fyrir stórglæsilegu kaffihlaðborði fyrir alla milli sýninga.

Dagurinn var ógleymanlegur og til að hjálpa okkur að halda í minningarnar tók Þórarinn Torfason skólasafnskennari og frístundaljósmyndari myndir af sýningunni og eru  þær væntanlegar á myndasíðu skólans.

Síðast uppfært 31.01 2014