Síðasta vor setti þáverandi 1. bekkur niður kartöflur og sáði fyrir gulrótum og salati eftir umræður um sjálfbærni. Nú var komið að því að uppskera og það fléttast svona rosalega vel saman við Byrjendalæsis bókina sem verið er að vinna með í 1. og 2. bekk – bókina Blómin á þakinu. Hún fjallar um Gunnjónu sem flytur úr sveit í borg og saknar sveitalífsins mikið og matjurtargarðsins síns.
Þau fóru í hópum og tóku upp kartöflur og nokkrar gulrætur sem Marta matráður fær svo til þess að matbúa handa þeim. Krökkunum fannst þetta bæði merkilegt og gaman.
Síðast uppfært 27.09 2023