Oddeyrarskóli er að vinna með hugarfar vaxtar (Growth mindset). Stýrihópur um heilsueflandi grunnskóla leiðir verkefnið og hefur viðað að sér ýmsu lesefni. Ýmsar barna bækur hafa verið samdar til að auka skilning barna á viðfangsefninu. Ein þeirra er The girl who never made mistakes eftir Mark Pett og Gary Rubinstein. Þessi bók hefur ekki verið gefin út á íslensku en nemendur í 8. bekk tóku að sér að þýða bókina yfir á íslensku undir leiðsögn Rakelar enskukennara. Nú hafa þeirheimsótt nemendur í 1. – 4. bekk og lesið bókina fyrir þá. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar bókin um það að gera mistök, að það geti allir gert mistök og að við megum ekki dæma okkur fyrir það. Frekar eigi að nýta mistökin til að læra af þeim. Í heimsókninni fengu nemendur veggspjald í stofuna sína sem á er letrað: Mistök eru sönnun þess að þú ert að læra.
Síðast uppfært 21.01 2019