Viðurkenning fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar

Í gær, 28. febrúar, fór fram við hátíðlega athöfn viðurkenning fræðslu- og lýðheilsuráðs í Naustaskóla á Akureyri. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna. Veittar eru viðurkenningar í flokkinum nemendur, starfsfólk og verkefni. Viðurkenningin er staðfesting á að viðkomandi skóli/starfsmaður/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til. Að þessu sinni hlaut Snjóki viðurkenningu fyrir metnað, kurteisi og velvild gagnvart öðru fólki og þær Magga og Linda hlutu viðurkenningu fyrir foreldranámskeiðið í 1. bekk, „tengjumst í leik“. Innilegar hamingjuóskir.

Síðast uppfært 28.02 2025