Söngsalur 9. október
Í síðustu viku var söngsalur í Oddeyrarskóla þar sem allir nemendur komu saman inni í íþróttasal. Í upphafi var veitt viðurkenning fyrir „Göngum í skólann“ en það var 2. bekkur sem stóð sig hlutfallslega best og fékk viðurkenningarskjal frá heilsueflingarnefnd. Þá var veitt viðurkenning á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi fyrir Skólahlaup ÍSÍ.
Á þessari söngstund voru sungin óskalög nemenda en nemendur í öllum árgöngum máttu velja sér eitt lag og texti var birtur á skjá. Þetta var skemmtilegt uppbrot í samstarfi við Tónlistaskólann en við reiknum með að hafa fjóra söngsali á skólaárinu.
Farsældarsáttmáli og aðalfundur foreldrafélagsins
Þriðjudaginn 15. október verður vinnustofa um farsældarsáttmálann í samvinnu við Heimili og skóla. Við viljum sjá sem flesta og eiga samtal með farsæld og framtíð nemenda okkar í að leiðarljósi. Hér má lesa meira um farsældarsáttmála.
Lýðræðislestin
Í ár eru 80 ár liðin frá stofnun íslenska lýðveldisins. Af því tilefni hafa fulltrúar Alþingis heimsótt skóla á landsbyggðinni undir merkjum Lýðræðislestarinnar og sett upp hlutverkaleikinn Skólaþing fyrir nemendur í 10. bekk.
Nemendur í 10. bekk Oddeyrarskóla fengu í morgun heimsókn og settu sig í spor þingmanna og tóku afstöðu til lagafrumvarps um herskyldu.
Eftir þingfundi og breytingartillögur var samþykkt með minnsta mögulega mun 11 á móti tíu að stofna her sem fólk gæti sótt um að að vera í og fengi greitt fyrir en að ekki væri skylda að ganga í.
Umræður á milli nemenda hélt áfram fram eftir degi og augljóst að allir höfðu bæði gagn og gaman af.