Dagur læsis 8.september

Í tilefni af árlegum degi læsis sem er 8. september, ákvað læsisnefnd skólans að fá nemendur til að skoða skrítin og skemmtileg orð. 

Fáeinum dögum fyrir dag læsis voru nemendur beðnir um að safna og skrifa hjá sér orð sem þeim þóttu skrítin og skemmtileg. Jafnvel ræða við ættingja sína og spyrja þá um orð. 

Á degi læsis sjálfan fengu nemendur svo miða þar sem þeir áttu að skrifa niður eitt orðanna sem þeir höfðu safnað og segja af hverju þeir völdu það. Miðarnir voru svo settir á vegg í kennslustofunni.

Ýmis skrítin og skemmtileg orð komu út úr þessari vinnu.

Skólabyrjun 2025

Oddeyrarskóli verður settur föstudaginn 22.ágúst. Skólasetning er þrískipt en nemendur mæta í íþróttasalinn og fara síðan í heimastofur í fylgd kennara. Foreldrar eru velkomnir með á skólasetningu.

2.-4. bekkur klukkan 9:00

5.-7. bekkur klukkan 9:30

8.-10. bekkur klukkan 10:00

Nemendur og foreldrar í 1.bekk mæta í viðtal hjá umsjónarkennara.

Skólaslit 6. júní

Skólaslit í Oddeyrarskóla verða sem hér segir.

  1. – 7. bekkur klukkan 9:00

Stutt dagskrá í sal skólans og síðan fylgja nemendur umsjónarkennurum í stofur.

8. – 10. bekkur klukkan. 14:30.

Mæting í sal skólans. Kaffi fyrir útskriftarnemendur, aðstandendur og starfsfólk á eftir.

Skólinn verður settur aftur að loknu sumarleyfi föstudaginn 22. ágúst 2025.

2. – 4. bekkur kl. 9:00

5. – 7. bekkur kl. 9:30

8. – 10. bekkur kl. 10:00

Forráðamenn nemenda sem hefja nám í 1. bekk verða boðaðir í viðtal ásamt nemendum 22. eða 25. ágúst en umsjónarkennari sendir bréf með upplýsingum um tímasetningu.