Fjölgreindardagur – Hrekkjavökuþema
Þann 15. október var uppbrotsdagur í skólanum, fjölgreindardagur og þemað að þessu sinni var hrekkjavaka. Hefðbundin stundatafla var lögð til hliðar og nemendum skipt í hópa þvert á árganga þannig að í hverjum hóp voru nemendur frá 1. og upp í 10. bekk. Elstu nemendur í hverjum hóp voru hópstjórar og báru ábyrgð á að nemendur í þeirra hóp væru á réttum stað. Unglingarnir stóðu sig sérstaklega vel og voru yngri nemendum frábær fyrirmynd. Nemendur fóru á alls 10 stöðvar og voru mismundi verkefni í gangi á hverjum stað. Dagurinn gekk ljómandi vel og langflestir nemendur og starfsmenn ánægðir með tilbreytinguna og skemmtu sér vel. Í lokin söfnuðust allir saman í íþróttasalnum þar sem heilsueflingarnefnd skólans veitti viðurkenningu fyrir verkefnið göngum í skólann en bæði starfsmenn og nemendur tóku þátt. Þá var veitt viðurkenning á hverju stigi fyrir ÍSÍ skólahlaupið sem fram fór í september. Hér má sjá myndir frá deginum.

Föruneyti barna – Tengjumst í leik
Oddeyrarskóli býður nú upp á námskeiðið Tengjumst í leik í þriðja skipti fyrir foreldra barna í 1. bekk. Foreldrar hafa verið ánægðir með námskeiðið.
Hér má lesa frétt á síðu Stjórnarráðsins um námskeiðið, þar sem foreldrar um 300 barna sækja námskeiðið Tengjumst í leik nú í haust.
Einnig má lesa meira um verkefnið á síðu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu.
https://island.is/s/midstod-menntunar-og-skolathjonustu/foeruneyti-barna

Eldri fréttir
-
Fjölgreindardagur – Hrekkjavökuþema
-
Aðalfundur foreldrafélagsins 2. október kl. 18:00
-
Föruneyti barna – Tengjumst í leik
-
Listakona frá Bandaríkjunum heimsækir Oddeyrarskóla
-
Dagur læsis 8.september
-
Skólabyrjun 2025
-
Skólaslit 6. júní
-
Unicef hreyfingin
-
Viðurkenningar í lestrarátaki
-
Rýmingaræfing í Oddeyrarskóla

























