Gleðileg jól

Starfsfólk Oddeyrarskóla óskar öllum nemendum, foreldrum og forráðamönnum ásamt öðrum velunnurum skólans gleðilegrar jólahátíðar með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Skólahald hefst að nýju skv. stundaskrá þriðjudaginn 6. janúar. Frístund er opin 22. desember og 2. janúar fyrir þau börn sem búið er að skrá þann dag.

Í gær var haldin árleg hæfileikakeppni á sal sem nemendafélagið skipulagði. Nemendur eiga hrós skilið fyrir góða frammistöðu og hugrekki en áhorfendur stóðu sig einnig vel. Í þriðja sæti voru nemendur í 10. bekk þær Aysu og Erla sem sýndu dans, í öðru sæti var Eryk í 5. bekk sem spilaði á horn og í fyrsta sæti voru stúlkur í 4. bekk sem einnig sýndu dans. Hér má sjá myndir frá hæfileikakeppninni.

Það voru einnig veittar viðurkenningar fyrir svakalegu lestrarkeppnin og voru það nemendur í 2. bekk sem höfðu lesið flestar mínútur. 

Að venju var haldin hurðasamkeppni þar sem nemendur skreyta hurðirnar á kennslustofunum sínum. Dómnefnd valdi hurðir 3. 6. og 9. bekkjar sem flottustu jólahurðirnar. Hér má sjá myndir af hurðunum.

Fjölgreindardagur – Hrekkjavökuþema

Þann 15. október var uppbrotsdagur í skólanum, fjölgreindardagur og þemað að þessu sinni var hrekkjavaka. Hefðbundin stundatafla var lögð til hliðar og nemendum skipt í hópa þvert á árganga þannig að í hverjum hóp voru nemendur frá 1. og upp í 10. bekk. Elstu nemendur í hverjum hóp voru hópstjórar og báru ábyrgð á að nemendur í þeirra hóp væru á réttum stað. Unglingarnir stóðu sig sérstaklega vel og voru yngri nemendum frábær fyrirmynd. Nemendur fóru á alls 10 stöðvar og voru mismundi verkefni í gangi á hverjum stað. Dagurinn gekk ljómandi vel og langflestir nemendur og starfsmenn ánægðir með tilbreytinguna og skemmtu sér vel. Í lokin söfnuðust allir saman í íþróttasalnum þar sem heilsueflingarnefnd skólans veitti viðurkenningu fyrir verkefnið göngum í skólann en bæði starfsmenn og nemendur tóku þátt. Þá var veitt viðurkenning á hverju stigi fyrir ÍSÍ skólahlaupið sem fram fór í september. Hér má sjá myndir frá deginum.