Í dag byrjar 100 miða leikurinn en hann tengist SMT skólafærninni. Við prófuðum þennan leik í fyrra og hann vakti ánægju meðal nemenda og starfsmanna. Næstu 10 daga útdeila tveir starfsmenn á dag stjörnum til nemenda fyrir að sýna góða skólafærni. Starfsmenn hrósa nemendum jafnframt, svo þeir vita hvers vegna þeir hafa unnið til stjörnunnar. Nemendur fara síðan til ritara sem skráir tilefnið og sendir póst til foreldra. Nemendur draga einnig númer á bilinu 1-100.
Að tíu dögum liðnum fara allir nemendur á sal þar sem dregin er út ein lína, lóðrétt eða lárétt, og útvaldir fá að gera sér glaðan dag með skólastjóra.
Síðast uppfært 31.10 2013