Í gærmorgun voru nemendur og kennarar í 3. bekk svo heppnir að fá hressa vísindamenn í heimsókn til okkar í skólann. Það voru þau Auður Sigurbjörnsdóttir örverufræðingur og Sean Scully efnafræðingur frá Auðlindadeild Háskólans á Akureyri.
Auður sagði okkur frá ræktun á örverum og sýndi okkur nokkrar tegundir af þeim. Nemendur fengu síðan box með „örverumat“ í og máttu fikta í honum og freista þess að rækta sína eigin örverur. Spennandi að sjá hvað verður í boxinu eftir viku 🙂
Sean sýndi okkur nokkrar efnablöndur sem gefa frá sér mismuandi liti þegar þær komast í snertingu við orku/eld. Það var æsispennadi að sjá litadýrðina sem kom af efnablöndunum og ekki er ólíklegt að einhverjir hafi fundið framtíðarstarf sitt eftir þessa heimsókn.
Fleiri myndir úr heimsókninni má sjá á myndasíðu skólans.
Síðast uppfært 27.05 2014