Næsta vika

Nú er kominn vorhugur í okkur og erum við mikið úti þessa dagana.

Í næstu viku er talsvert um að vera, m.a. ferðalag 10. bekkjar en það stendur yfir dagana 3.-5. júní.

Hér er yfirlit yfir aðra dagskrá:

  • 30. maí: 1. og 7. bekkur fara í Lystigarðinn með elstu börnunum af Iðavelli.
  • 30. maí: Unglingastig og starfsfólk með íþróttakeppni.
  • 3. júní: UNICEF áheitahlaup (apahlaupið).
  • 4. júní: Ratleikur og sund.
  • 5. júní: Dagur með umsjónarkennara.
  • 6. júní: Útileikar á skólalóð og skólaslit: 1.—7. bekkur hittist kl. 12:30 á sal, skólaslit 8.—10. bekkjar verður kl. 17:00 á sal skólans.

 

Síðast uppfært 28.05 2014