Skemmtilegir vordagar

Hamrar Hamrar2 Hamrar3Undanfarnir dagar hafa verið einstaklega skemmtilegir hjá okkur. Við höfum virkilega notið veðurblíðunnar og skundað hefur verið á ýmsa staði. Nemendur hafa í vikunni tekið þátt í styrktarhlaupi UNICEF, haldið íþróttamót, farið í ratleik og sund. Miðstigið var á Hömrum í dag og yngstu nemendurnir fóru í fjöruferð. 10. bekkurinn kom úr þriggja daga afar vel heppnaðri útskriftarferð á fimmtudagskvöldið. Myndir eru komnar á myndasíðu skólans og þeim fjölgar næstu daga.

Síðast uppfært 06.06 2014