Unicef hreyfingin

Nemendur skólans söfnuðu 299.752 krónum í Unicefhreyfingunni sem fram fór á vordögum. Nemendur söfunuðu áheitum og komu með peninga í skólann í lokuðu umslagi en aðstandendur gátu einnig lagt beint inn á reikning samtakanna. Áheitasöfnunin verður nýtt þar sem neyðin er mest og í langtímauppbyggingu í samfélögum þar sem grunnstoðir þarf að bæta s.s. til kaupa á matvælum, hreinlætisvörum og bóluefni.

Síðast uppfært 30.06 2020

Viðurkenning fræðsluráðs

Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega, veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til. Að þessu sinni fékk Þura Björgvinsdóttir nemandi viðurkenningu og Einar Magnús Einarsson tölvuumsjónarmaður skólans.

Síðast uppfært 30.06 2020

Sigurvegarar í ratleik 2020

Tvö lið voru stigahæst á unglingastigi, stúlkur í 8.b. og 9.b. með 70 stig og svo stúlkur í 5. bekk með 59 stig! Til hamingju með sigurinn stelpur 🙂

Síðast uppfært 04.06 2020