Lýðræðislestin

Í ár eru 80 ár liðin frá stofnun íslenska lýðveldisins. Af því tilefni hafa fulltrúar Alþingis heimsótt skóla á landsbyggðinni undir merkjum Lýðræðislestarinnar og sett upp hlutverkaleikinn Skólaþing fyrir nemendur í 10. bekk.

Nemendur í 10. bekk Oddeyrarskóla fengu í morgun heimsókn og settu sig í spor þingmanna og tóku afstöðu til lagafrumvarps um herskyldu.

Eftir þingfundi og breytingartillögur var samþykkt með minnsta mögulega mun 11 á móti tíu að stofna her sem fólk gæti sótt um að að vera í og fengi greitt fyrir en að ekki væri skylda að ganga í. 

Umræður á milli nemenda hélt áfram fram eftir degi og augljóst að allir höfðu bæði gagn og gaman af. 

Síðast uppfært 30.09 2024

Gjöf frá foreldrafélagi Oddeyrarskóla

Foreldrafélag skólans kom færandi hendi í vikunni með veglega bókagjöf en þar voru um 30 bókatitlar og eitthvað sem hentar öllum aldurshópum. Þá gaf foreldrafélagið tíu skákklukkur og poolborð sem staðsett verður í Stapa þannig að unglingar hafa aðgang að því í frímínútum. Það er kærkomin viðbót við afþreyingarefni í símafríi á unglingastigi.

Síðast uppfært 26.09 2024

Lögreglan í heimsókn

Í morgun fengu nemendur skólans óvænta en ánægjulega heimsókn þegar tveir lögregluþjónar birtust fyrir klukkan átta. Þeir fóru í gönguferð um skólann og heilsuðu upp á nemendur sem mættir voru og gáfu sig á tal við þá. Forvitni nemenda var vakin og margir höfðu áhuga á að spyrja ýmissa spurninga og löggan var mjög svo til í spjall við nemendur. Margir veltu fyrir sér tilefni og af hverju þeir væru inni í skólanum og hvort einhverjir hefðu gert eitthvað af sér en sú var nú ekki raunin. Heimsóknin var bara á jákvæðum nótum og fyrst og fremst að sýna sig og sjá aðra. Þeir eru búnir að fara í einhverja skóla í bænum og stefnan að fara í fleiri. Lögreglan fer alltaf hring á bíl í nágrenni grunnskóla á morgnana en þetta var skemmtileg viðbót og tilbreyting og vonandi eitthvað sem hægt er að gera oftar.

Síðast uppfært 25.09 2024

Jafnrétti í þematímum á unglingastigi

Nemendur á unglingastigi eru að vinna þemaverkefni um jafnrétti. Sem kveikja að verkefninu komu þær Maríu og Freydís með jafningjafræðslu en þær eru meðlimir í FemMA,  Femínistafélag Menntaskólans á Akureyri. 

Síðast uppfært 18.09 2024

Hverfisfundur í Oddeyrarskóla fimmtudaginn 19. sept kl. 17:00

Hverfisfundur verður í matsal Oddeyrarskóla fimmtudaginn 19. september kl. 17.00. Gangið inn um aðaldyr að sunnan (í þriggja hæða byggingunni).

Boðið verður upp á barnahorn og grillaðar pylsur 😊 Þarna fá íbúar tækifæri til að hafa áhrif á sitt nærumhverfi með beinu samtali við bæjarfulltrúa.

Sjá nánar hér: https://www.akureyri.is/is/frettir/byrdu-i-naustahverfi-hagahverfi-eda-a-oddeyri

Síðast uppfært 17.09 2024

Dagur læsis

Í tilefni af alþjóðlegum degi læsis, þann 8. september, hefur Félag læsisfræðinga á Íslandi tekið saman upplýsingar með ráðleggingum um mikilvægi heimalestrar og hvernig nýta má gagnvirkan lestur til að efla lesskilning. Við hvetjum foreldra til að kynna sér ráðleggingarnar, þær eru einfaldar og aðgengilegar.

Stuðningur við heimalestur

Lesskilningsaðferðin gagnvirkur lestur

Mikilvægi þess að lesa fyrir börn

Síðast uppfært 06.09 2024