Föstudaginn 24. febrúar voru fulltrúar Oddeyrarskóla fyrir lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar valdir. Krakkarnir í 7. bekk höfðu greinilega lagt alúð í undirbúninginn og þótti dómnefndinni valið afar erfitt, þar sem margir þóttu mjög frambærilegir. Metnaðurinn skein úr hverju andliti!
Fulltrúar Oddeyrarskóla þetta árið verða Matiss Leo Meckl og Ólöf Jónsdóttir. Varamaður verður Katla Tryggvadóttir.
Nemendur lásu textabrot úr sögunni Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur og tvö ljóð, hið fyrra eftir Guðmund Böðvarsson og hið síðara sjálfvalið. Þetta er líkt fyrirkomulag og verður á lokahátíðinni, sem haldin verður í Kvosinni í MA miðvikudaginn 29. mars.
Síðast uppfært 24.02 2017