Nemendur og starfsfólk Oddeyrarskóla

húfugjöfOddeyrarskóli gefur húfur til Rauða krossinsSíðastliðið vor var haldin góðverkavika í Oddeyrarskóla. Þá hófst vinna við að prjóna húfur til að senda bágstöddum í gegnum Rauða kross Íslands. Áhrifa góðvekravikunnar gætir enn, því nú hafa nemendur og starfsfólk skólans sameinast um að prjóna fjölmargar litríkar og fallegar húfur sem voru afhentar Rauða krossinum í vikunni. Á meðfylgjandi mynd má sjá þær Hafrúnu Steingrímsdóttur og Köru Líf Antonsdóttur með Hafsteini Jakobssyni deildarstjóra hjá Rauða krossinum við Eyjafjörð. Hafsteinn sendir nemendum og starfsfólki bestu þakklætiskveðjur!

Síðast uppfært 17.02 2017