Oddeyrarskóli tekur þátt í Lífshlaupinu – stefnt er að sigri!

IMG_4873

Nokkrir nemendur skelltu sér í planka á miðri leið

20170209_091936 (1)

Nemendur 3. og 4. bekkjar í gönguferð.

Nemendur og starfsmenn Oddeyrarskóla taka þátt í Lífshlaupinu með tvö lið, annars vegar með skólalið og hins vegar vinnustaðalið. Gríðarlegur kraftur er í öllum og er allt kapp í að hampa sigri. Keppinautarnir eru afar harðsnúnir og þurfum við að halda mjög vel á spöðunum til að sigra. En við getum það!

Í gær fóru allir nemendur Oddeyrarskóla í góðan göngutúr um bæinn og söfnuðu mörgum hreyfimínútum. Nemendur planka, dansa, hlaupa og gera armbeygjur við ýmis tækifæri. Svo skrá þeir allar íþróttaæfingar og aðra hreyfingu sem þeir stunda. Sumir bjóða mömmu eða pabba með sér í göngutúr til að fjölga hreyfimínútum. Virkilega vel gert hjá þeim!

Starfsmenn hafa verið að spila saman blak, fara í jóga og kvöldgöngur utan við aðra hreyfingu hvers og eins. Í vikunni var Bjarki íþróttakennari með fræðslu fyrir starfsfólk um almennt gildi hreyfingar og höfðum við gagn og gaman af.

Síðast uppfært 10.02 2017