Þriðjudaginn 31. maí fór 4. bekkur í óvissuferð/útskriftarferð en þau eru einmitt að útskrifast af yngstastigi 🙂 Við tókum strætó langleiðina upp í hesthúsahverfi en þar tók hann Magnþór Jóhannsson á móti okkur en hann vinnur hérna í skólanum okkar. Við fengum að knúsa lömb og klappa hestum en einnig vorum við svo heppin að fá að fara á hestbak 🙂 Kennarinn bauð upp á kökur svo þetta var hinn allra besti dagur 🙂
Síðast uppfært 01.06 2016