Ágætu foreldrar/ forráðamenn
Miðvikudaginn 14. mars er nemendum í Oddeyrarskóla boðið í Hlíðarfjall. Þennan dag er óhefðbundin stundatafla (gulmerktur dagur í skóladagatali 2. mars) og því er skólinn búinn strax að loknum mat. Innanskólavalgreinar falla niður en frjáls mæting er í utanskólaval. Nemendur sem skráðir eru í mat fá að borða þegar komið er til baka í skólann.
Nemendur í 1. – 3. bekk sem eru sjálfbjarga á skíðasvæðinu geta komið með eigin skíðabúnað. Ekki verður hægt að lána þeim búnað, en þeir geta komið með sleða eða þotur. Nemendur í 4. – 10. bekk sem ekki eiga búnað geta fengið hann lánaðan. Ekki er hægt að skipta um búnað þegar búið er að velja.
Ef nemendur í 5. – 10. bekk ætla að verða eftir í Hlíðarfjalli verða foreldrar að láta umsjónarkennara vita fyrirfram. Að lokinni skipulagðri dagskrá eru nemendur á eigin vegum. Þeir sem ætla að vera lengur en eiga ekki árskort geta keypt rafrænt kort á 1000 kr. sem þeir sækja þegar aðrir fara heim. Þeir nemendur sem hafa búnað að láni geta leigt hann áfram á 1.900 kr.
Munið eftir góðu nesti, hjálmi og góða skapinu. Mikilvægt er að vera klæddur til útivistar, merkja vel föt og allan búnað. Þeir sem ekki eiga hjálm fá hann lánaðan. Ástæða er til að minna nemendur á að ætla sér ekki um of og fara gætilega í brekkunum.
Foreldrum er velkomið að koma með.
Mætingar
1.– 4. bekkur. Mæting í skóla kl. 08:10. Rútur í Hlíðarfjall kl. 08:15 og til baka kl.11:15.
3.– 7. bekkur. Mæting í skóla kl. 08:30. Rútur í Hlíðarfjall kl. 08:45 og til baka kl. 12:00.
8.- 10. bekkur. Mæting í skóla kl. 8:45. Rútur í Hlíðarfjall kl. 9.00 og til baka kl.12:15.
Með von um góða skemmtun í Hlíðarfjalli 🙂
Starfsfólk Oddeyrarskóla
Síðast uppfært 13.03 2018