Árgangur 1974 heimsótti Oddeyrarskóla og færði skólanum gjöf

Fyrir stuttu hittust gamlir nemendur úr Oddeyrarskóla, fæddir 1974, hér í skólanum og skoðuðu sig um á æskuslóðum og rifjuðu upp góðar minningar.

Hópurinn færði skólanum skemmtilega gjöf, en það er OSMO forritið sem nýtist vel í námi og leik. OSMO er tengt ipödum og er gerir forritið nemendum kleift að vinna með form, tölur og stafi á áþreifanlegan hátt.

Við þökkum nemendum úr árgangi 1974 innilega fyrir komuna og nytsamlega gjöf!

Síðast uppfært 27.09 2017