Árshátíð nemenda Oddeyrarskóla verður haldin í lok janúar. Undirbúningur er í fullum gangi en það hefur m.a. áhrif á íþróttakennslu en íþróttasalurinn er undirlagður fyrir æfingar vikuna fyrir árshátíð og þá þarf ekki að koma með íþróttaföt.
Föstudaginn 24. janúar er tvöfaldur skóladagur eins og fram kemur á skóladagatali. Nemendur mæta í skólann á venjulegum tíma en þennan dag verður kennsla ásamt því sem allir árgangar sýna sín árshátíðaratriði og allir fá að horfa á atriðin hjá hinum. Skóla lýkur klukkan 14:15 hjá öllum nemendum þennan dag en Frístund er að venju opin til kl. 16:15.
Á laugadag eru foreldrasýningar ásamt glæsilegu kaffihlaðborði foreldrafélagsins sem er í boði milli sýninga. Sýningarnar eru þrjár svo rýmra sé um gesti í salnum. Ekkert kostar inn á sýningarnar en það kostar 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn á skólaaldri á kaffihlaðborðið. Nemendur 10. bekkjar eru með stærsta atriðið eins og hefð er fyrir en leikstjóri er Ívar Helgason. Árshátíðaratriði bekkjar eru sem hér segir:
Klukkan 11:00 sýna 1., 3., 8. og 10. bekkur
Klukkan 13:00 sýna 2., 4., 6. og 10. bekkur
Klukkan 15:00 sýna 5., 7., 9. og 10. bekkur
Nemendur mæta til umsjónarkennara áður en sýning hefst (nánari upplýsingar hjá hverjum umsjónarkennara) og dvelja með kennara þar til sýningu lýkur. Eftir það eru þeir á ábyrgð foreldra. Við biðjum gesti um að sýna tillitsemi á sýningum og vera ekki með óþarfa ráp.
Mánudaginn 27. janúar er frí í skólanum vegna viðveru nemenda og starfsfólks á laugardeginum. Föstudaginn 31. janúar er árshátíðarball unglingastigs frá kl. 20:30-23:30.
Síðast uppfært 16.01 2020