Árshátíð skólans frestað

Ákveðið hefur verið að fresta árshátíð skólans sem fyrirhuguð er skv. skóladagatali laugardaginn 23. janúar. Þess í stað stefnum við á árshátíð föstudaginn 16. apríl og laugardaginn 17. apríl og vonum að þá verði búið að rýmka samkomutakmarkanir en við lögum okkur að þeim reglum sem verða í gildi á þeim tíma. Eftir sem áður verður skipulagsdagur mánudaginn 25. janúar.

Síðast uppfært 08.01 2021