Árshátíðardagur í Oddeyrarskóla

Árshátíð -jan 2017-1338Í dag verða árshátíðarsýningar fyrir foreldra og aðra gesti.

Ákveðið var að fjölga sýningum úr tveimur í þrjár svo betur færi um gesti okkar og fleiri kæmust að. Það verða því þrjár sýningar. Fyrsta sýning hefst kl. 11 en þar sýna nemendur yngsta stigs og 10. bekkur. Kl. 13 sýna nemendur miðstigs auk 10. bekkjar og kl. 15 sýna allir nemendur unglingastigs. Miðar eru seldir við innganginn og kostar miðinn 600 kr.

Foreldrafélagið verður að vanda með glæsilegt kaffihlaðborð milli sýninga, þ.e. um kl. 12 og 14. Þeir sem mæta á þriðu sýningu geta því komið í kaffi á undan sýningunni. Kaffihlaðborðið kostar 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn.

Nemendasýningar voru í gær og er ljóst að mikil vinna var lögð í undirbúning sýninga. Atriðin eru vel æfð og nemendur fara á kostum. Nemendur 10. bekkjar nutu leikstjórnar Péturs Guðjónssonar og Jokku við uppsetningu á Ávaxtakörfunni. Þykir okkur hafa tekist afar vel til.

Hlökkum til að sjá sem flesta á árshátíð Oddeyrarskóla í dag!

Síðast uppfært 21.01 2017