BINGÓ BINGÓ BINGÓ

Við krakkarnir í 10. bekk Oddeyrarskóla erum í fjáröflun fyrir skólaferðalagið okkar, og af því tilefni ætlum að halda rafrænt bingó fimmtudaginn 6. Maí klukkan 20:00.

Við munum streyma útsendingunni þegar að við hefjum fjörið og þið munið fá upplýsingar um það þegar að nær dregur, þ.e. þið sem að kaupið ykkur spjald, sem að mun kosta 1000.- 😉

Það sem þú þarft að gera er að leggja inná reikning, 0302-13-300610, kt. 450908-2580 og setja emailið þitt í skýringu, eða senda kvittun á bingo@oddeyrarskoli.is og þá færðu sent rafrænt bingóspjald fyrir klukkan 20 þann 6. maí.

Það eru geggjaðir vinningar og má þar á meðal finna, flug fyrri tvo til Grímsey, gisting fyrir tvo í Grímsey, hvalaskoðun bæði hér á Akureyri og á Húsavík, hellingur af gjafabréfum eins og t.d. í sjóböðin, jarðböðin, B. Jensen, Lindex, Lemmon, Brynju, Ísbúðin og fleiri og fleiri. Einnig er að finna vinninga frá Elko, Casa, Tiger, Kaffibrennslunni, Nonna Travel og fleirum og fleirum.

Hlökkum til að „sjá“ ykkur sem flest og hvetjum alla til að gera sér glaðan dag og spila smá bingó með okkur.

Kær kveðja,

10. bekkur Oddeyrarskóla

Síðast uppfært 04.05 2021