Desember – skráningar í fæði og frístund

Komið þið sæl.

menuViljum minna á að skráningar í stakar máltíðir  í desember þurfa að berast  fyrir  21. nóvember inn á matartorg.is eða hafa samband við skólann.

Þann 8. desember er pizza í matinn og þann 14. desember er jólamaturinn – reykt svínakjöt, brúnaðar kartöflur og tilheyrandi.

Þessar máltíðir verður hægt að kaupa stakar kr. 600.- pr. máltíð og þarf að skrá í þær fyrir 2. desember og greiða hjá ritara skólans eða matráð.

Einnig minnum við á að ef skrá á nemendur í frístund í jólaleyfinu að skrá fyrir 21. nóvember.

Litlu-jól nemenda eru 20. desember og fara nemendur í jólaleyfi að þeim loknum.  Skólinn hefst aftur 3. janúar á nýju ári.

Hægt er að senda tölvupóst á ritara kh@akmennt.is eða Sigrúnu sigrung@akmennt.is.

Með bestu kveðju

Kristín ritari.

 

Síðast uppfært 16.11 2016