Öllum nemendum landsins upp að tvítugu gefst nú kostur á að stofna fría og endurgjaldslausa áskrift að ordabok.is.
Áskriftin gefur ótakmarkaðan aðgang að öllu vefsvæðinu og öllum orðabókunum, þ.e. ensk-íslenskri, íslensk-enskri, dansk-íslenskri, íslensk-danskri og stafsetningarorðabók. Auðvelt er að glósa með orðabókinni og er hægt að nota hana á öllum tækjum, svo sem tölvum, spjaldtölvum og símum.
Nemendur fara á slóðina http://www.ordabok.is og velja Fríáskrift.
Aðeins þarf að skrá lágmarksupplýsingar og tekur um eina mínútu að fá áskrift.
Við hvetjum alla nemendur Oddeyrarskóla til að nýta sér þennan kost!
Síðast uppfært 05.09 2016