Nemendur í 9. bekk hafa í enskutímum verið að vinna verkefni með þeim markmiðum að efla tungumálakunnáttu, menningarlæsi og skapandi hugsun.
Nemendurnir fengu að velja sér borgir af enskumælandi svæðum. Þau unnu síðan glærukynningar, veggspjöld og – það sem vakti hvað mesta athygli – smíðuðu líkön af þekktum kennileitum hverrar borgar. Má þar nefna Big Ben, Golden Gate brúna, Miami ströndina, og Hollywood skiltið.
Þetta verkefni er frábært dæmi um hvernig má sameina tungumálanám, sköpun og menningarlæsi á skemmtilegan hátt.




Síðast uppfært 10.04 2025