Í dag byrjuðum við með lestrarverkefnið Fágæti og furðuverk í 4. bekk. Skólinn hefur komið sér upp bekkjarsetti af þematengdum pokum sem innihalda bækur fyrir nemendur, lesefni fyrir foreldra og fylgihluti (dót/mynddiska). Lagt er upp úr því að efnið tengist áhugasviði nemenda og hafa nemendur alltaf val um efni.
Ætlunin er að foreldrar lesi með börnunum heima og skapi þannig jákvæða lestrarfyrirmynd.
Verkefnið stendur yfir í fjórar vikur hjá hverjum hópi. Nemendur fá vikulega nýjan poka með sér heim og vinna með innihald hans í samvinnu við fjölskyldu sína.
Í dag var haldinn fundur með foreldrum nemenda í 4. bekk þar sem hvatinn að verkefninu var kynntur auk þess sem kennarar kynntu skipulagið á verkefninu. Í kjölfarið völdu nemendur sér poka sem þeir fóru með heim í dag og verða með í eina viku.
Jafnframt munu nemendur, kennarar og foreldrar fara saman á Amtsbókasafnið þar sem allir fræðast um safnið og sjáum til þess að allir nemendur sem ekki eiga bókasafnsskírteini fái slíkt.
Síðast uppfært 03.04 2014