Við vekjum athygli nemenda og foreldra á fjármálafræðslu með Jóni Jónssyni sem er í boði fyrir ungt fólk á aldrinum 12 – 16 ára. Fræðslan byggir á efni bókarinnar Ferð til fjár eftir Breka Karlsson, forstöðumann Stofnunar um fjármálalæsi. Á fundunum fer Jón yfir það hvernig peningar virka, mikilvægi þess að setja sér markmið og hvernig hægt er að láta peningana endast aðeins lengur. Fræðslufundurinn verður í Menningarhúsinu Hofi miðvikudaginn 8. apríl kl. 20:00. Húsið opnar kl. 19:30.
Síðast uppfært 07.04 2015