Fræðslufundur kennara og stuðningsfulltrúa

Ut fræðsla Kennarar Oddeyrarskóla hafa verið mjög duglegir að þróa kennslu sína með notkun upplýsingatækninnar. Áhersla okkar undanfarin tvö ár hefur verið á umhverfi sem kallast Google for education og hefur þetta umhverfi nýst okkur afar vel í námi og starfi.

Í dag fengum við á fund okkar þær Margréti og Helenu, kennara úr Brekkuskóla, sem einnig hafa lagt mikla stund á upplýsingatækni í skólastarfi. Með þeim komu fjórir galvaskir nemendur sem miðluðu reynslu sinni af rafrænu námi í Brekkuskóla.

Það var virkilega gott og gagnlegt að fá þau öll í heimsókn og kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir komuna og vonum að samstarf okkar um rafræna kennsluhætti sé bara rétt að byrja 🙂

Síðast uppfært 11.05 2016