Á morgun hefst vetrarfrí nemenda og því er enginn skóli miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri.
- Fimmtudaginn 15. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar farið í skíðalyfturnar í Hlíðarfjalli án endurgjalds.
Opið verður frá kl. 10-19. Athugið að krakkarnir þurfa að eiga rafrænt kort eða kaupa slíkt á 1.000 kr. í afgreiðslu Hlíðarfjalls. - Föstudaginn 16. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar farið frítt í Sundlaugina á Akureyri (opið frá kl. 6.45-21.00),
Glerárlaug (opið frá kl. 6.30-21.00) og sundlaugina í Hrísey (opið frá kl. 15-18).
Frítt verður fyrir sama hóp í sundlaugina í Grímsey laugardaginn 17. febrúar (opið frá kl. 14-16).
Grunnskólanemendur gefa upp kennitölu og nafn skóla í afgreiðslu og framhaldsskólanemar VMA og MA framvísa nemendaskírteinum.
Síðast uppfært 13.02 2018