Lífshlaupið er byrjað!

Nú er fyrsta vika Lífshlaupsins hafin og við erum algjörlega tilbúin í slaginn, bæði nemendur og starfsfólk. Krakkarnir keppast við að hreyfa sig og safna hreyfimínútum í skólanum og utan skóla. Sumir ganga meira að segja svo langt að hjóla á spinninghjóli á bókasafninu og leysa verkefni á iPadnum á meðan!

Við hvetjum fjölskyldur til að nota þetta skemmtilega hreyfi- og lífsstílsátak til að safna hreyfimínútum saman, þetta er frábært tilefni til að fara saman í gönguferðir eða á skíði.

Áfram Oddeyrarskóli!

Síðast uppfært 01.02 2018