Á laugardaginn héldum við árshátíð nemenda hér í Oddeyrarskóla. Dagurinn heppnaðist afskaplega vel með frábærum undirbúningi starsfmanna og foreldra.
Sýningar voru þrjár yfir daginn og á milli sýninga stóð foreldrafélagið að vanda fyrir stórglæsilegu kaffihlaðborði. Foreldrar frá öllum nemendum skólans leggja til bakkelsi á hlaðborð. Mæting var góð og þökkum við öllum foreldrum og öðrum gestum fyrir komuna.
Atriði 10. bekkjar er viðamesta atriði árshátíðar að þessu sinni var það Sindri Snær Konráðsson sem leikstýrði þeim við útfæslu á leikgerð kvikmyndarinnar Dirty Dancing. Foreldrafélag skólans styrkir okkur við leikstjórn. Birta Ósk Þórófsdóttir nemandi í 10. bekk annaðist handritsgerð með aðstoð fleiri nemenda bekkjarins auk þess sem hún samdi dansana þjálfaði bekkjarfélaga sína í dönsunum.
Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr atriðum, en nemendur fóru á kostum í leikrænum tilburðum.
Síðast uppfært 28.01 2019