Við í 2. og 3. bekk höfum tekið þátt í góðverkarviku Oddeyrarskóla og brallað ýmislegt. Við útbjuggum falleg blóm og orðsendingar sem krakkarnir hlupu svo með út um alla Eyrina og stungu inn í bréfalúgur. Í dag fórum við upp í Rauða krossinn með föt og dót sem krakkarnir komu með að heiman. Þegar starfsfólk Rauða krossins spurði hvað þau væru að gera í góðverkaviku svöruðu þau öll að bragði, við erum að gleðja aðra.
Síðast uppfært 17.03 2016