Fulltrúar Oddeyrarskóla í stóru upplestrarkeppninni valdir í dag

FullSizeRenderUndanfarna mánuði hafa nemendur í 7. bekk Oddeyrarskóla verið að æfa fallegan og góðan upplestur. Í dag fengum við að hlusta á þessa flottu krakka flytja okkur texta og ljóð. Allir nemendur sýndu miklar framfarir á tímabilinu og margir sigrar voru unnir.

Dómnefnd skipuðu að vanda þau Helga Hauksdóttir, Þórarinn Torfason og Fjóla Kristín Helgadóttir. Verkefni þeirra var ekki öfundsvert, enda margir frambærilegir upplesarar á ferð.

Tveir fulltrúar munu fara í lokakeppnina sem haldin verður 6. apríl n.k. og eru það þær Lára Huld Jónsdóttir og Bryndís Þóra Björnsdóttir. Varamaður er Vala Alvilde Berg. Við óskum þessum flottu fulltrúum okkar innilega til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis í lokakeppninni.

Síðast uppfært 12.03 2016